Hér fyrir neðan eru fullt af spurningum og svörum, einnig er enn meira af videoum á youtube rásinni minni.
https://www.youtube.com/@haffi78
Hefurðu heyrt að þetta rafmagns dót mengi nú bara meira því allir heimurinn býr til rafmagn frá olíu eða kolum ? Kíktu á þetta video
Vissirðu þetta um Tesluna þína ?
Sentry mode / Dashcamera
Fullyrðin – Rafbílar ná aldrei að leysa af Trailera og þannig stór tæki!
“Even with big breakthroughs in battery technology,
electric vehicles will probably never be a practical solution for things like 18-wheelers, cargo ships, and passenger jets.
Electricity works when you need to cover short distances, but we need a different solution for heavy, long-haul vehicles.“
— Bill Gates, 2020
Svar -: sjá þessa síðu.
Hvers vegna hleður bílinn minn aðeins á X hraða á hraðhleðslustöðvum ( DC ) ???
Hér kemur margt inn í en staðreyndir eru þessar, batterí taka ekki við eins miklu rafmagni þegar þær eru kaldar( rafhlaða í kringum 15 gráður er flokkuð sem köld allt undir það er kalt þegar kemur að hleðslu ). Þegar t.d Tesla forhitar batterí fyrir hraðhleðslu keyrir hann batteríð upp í næstum 50-60 gráður. Best er að koma í hraðhleðslu þegar batteríð er undir 20%.
Batterí taka ekki hraðahleðslu þegar staðan á batteríinu er há .. s.s. t.d 75% eða hærra enda er ekki mælt með hraðhleðslu hærra en það, þar sem það er mjög tímafrekt og er hætt að flokkast sem hraðhleðsla( betra er að hleypa næsta bíl að ).
Hvaða stærð á batterí á ég að velja ?
Hvernig enduræsi ég Tesluna ?
Það eru tvær leiðir , soft og cold, soft reboot er hægt að gera í akstri ef þarf, þá heldurðu báðum tökkunum inni sem eru á stýrinu, þangað til að skrárinn verður svartur og bíður svo í 1-2 mín meðan hann ræsir sig aftur.
Ef þú vilt cold reboot , þá seturu bílinn í park, ferð svo á skjáinn og leitar að power off, smellir á það og bílinn slekkur á sér, ath það getur tekið nokkrar mín að allt slökkvi á sér, og það vaknar við hitt og þetta eins og fara inn og út um bílhurðina og fl.
Ég bý í fjölbýli hvernig fæ ég aðgang að hleðslustöð eða hvernig get ég fengið húsfélagið til að setja slíkt upp ?
Hérna er hægt að lesa um lögin og hvað þau segja um þetta – https://www.althingi.is/altext/150/s/0682.html?fbclid=IwAR1Uj7IYzXvAtKw3do_4DWIPPzHlov0NJaBMWZVG2_4_LN31l1YD3NvJN_I
Í stuttu máli voru gerðar breytingar að lögum þannig að það auðveldar fólki að biðja um aðgang að hleðslustöðum , sameignir bera því að setja slíkt upp eða í það minnsta að rannsaka hvað slíkt kostar og setja á áætlun. Mörg fyrirtæki geta hjálpað með þetta , eitt slíkt sem hefur mikið gert þetta er Ísorka.
Er í lagi að hlaða í heimatengli ?
Einfalda svarið er já, ef fagmaður er búinn að staðfesta að viðkomandi tengill þoli það álag, ath ef þú ert í neyð getur hlaði og lækkað þá A töluna á skjánum til dæmis í 6-8A ( ath ekki gera þetta nema í neyð , og fylgstu þá með snúrunni og tenglinu, og ekki gera yfir nóttu ) , Ódyrasta hleðslustöðin í dag er frá Teslu og kostar um 79.000 með VSK, og núna ( 2021 ) færðu vsk til baka af stöðinni og einnig af vinnu og efni við að fá rafvirkja til að setja stöðina upp og skrá hana til mannvirkja stofnun( sem er lögin ). Það að fá sér hleðslustöð eykur örrygi á hleðslu, hraða og svo verð gildi fasteignar hjá þér.
Hér er smá video um þetta og aðra hluti tengdum hleðslu
Virka rafbílar í kulda og snjó ?
Já rafbílar virka vel í snjó og kulda, mítan sem þið hafið eflaust heyrt um að bílinn sé eins og síminn ykkar sem slökknar í kulda, er já míta, því þar er bara um eitt batterí að ræða, í rafbílum eru mörg hundruð slík saman tengd, og þess vegna á þetta ekki við.
Aftur á móti nota bílar meiri orku á veturnar bæði vegna meiri kulda ( því það þarf að hita innrarýmið, ásamt því að vegviðnám eykst og svo er oft meiri vindur, þetta á auðvita við um alla bíla. Rafbílar fara mjög vel með orkuna þannig það sést meira á batterí sem er alltaf að hita. Ef maður vill spara sér orku er gott til dæmis að nota sætishita og hafa þá miðstöðina á minni blástur og hitun. Orkan í batteríum hverfur ekki við kulda , hún verður bara minna aðgengileg á meðan batteríð er kalt.
Hér eru annars nokkru video yfir veturinn.
Hvað er ég lengi að stynga í samband og setja bílinn í hleðslu ?
Geta rafbílar dregið aftanívagn ?
Stutta svarið er já , en ekki allir mega draga eða eru með dráttarbeysli, einnig er þyngdar takmörg á hvað má draga og er það mismunandi eftir bílum, sem dæmi má Tesla model 3 draga um 1T, Tesla módel X má draga í kringum 2.5T, fleiri bílar geta dregið, en það þarf alltaf að gera ráð fyrir að því þyngra sem dregið er því meiri orku kostar að draga það og það kemur auðvita frá orku bílsins, mjög algent er að sjá tölur frá 40-60% auka orkuþörf við að draga, hafa skal því það í huga áður en keypt er bíl í þeim tilgangi, sem dæmi er mikið þyngra að draga stórt hjólhýsi sem tekur mikinn vind á sig í staðinn fyrir t.d. fellihýsi.
Hvernig er best að geyma rafbílinn minn ?
Best er að geyman í 50-80% stöðu, gott er að vera búinn að skoða hversu mikið bílinn tapar í kyrrstöðu til að geta reiknað hvenær sirka bílinn myndi þurfa aftur hleðslu svo ekki skapist vandamál sem getur skaðað batterí eftir langtíma geymslu. Sumir rafbílar tapa nánast engri orku eða innan við 1% á viku, meðan aðrir sem eru með meiri tölvubúnað og vöktun gætu tapað meira , og borgar sig að kynna sér svona. Ég hent í smá video um þetta fyrir áhugasama.
Svo er hellingur af fleiri videoum á youtube rásinni minni, endilega skelltu þér þangað og skoðaðu, mátt henda í eitt subscribe , það væri vel þegið, og þá færðu líka að sjá þegar nýtt kemur.