Í nokkurn tíma hef ég talið að (SPF) skráning sé ómissandi hluti af eignarhaldi léns. Svo kemur það í ljós að enn er nokkuð um að þetta sé bara alls ekki notað!!
SPF skráning er notaðar til að koma í veg fyrir að spammers falsi póst á vegum lénsins þíns. Viðtakandi póstþjónar geta notað SPF skrá sem þú birtir í DNS til að ákvarða hvort tölvupóstur sem þeir hafa fengið hafi komið frá viðurkenndum póstþjóni eða ekki. Þeir geta síðan tekið ákvörðun um hvernig á að meðhöndla þessi tölvupóst. Sjá meira um spf hér SPF og hérna er síða sem hjálpar að smíða SPF wizz
Frá árinu 2015 sirka hefur SPF farið frá því að vera “best practise” í að vera “must have” . Jafnvel þótt þau séu ekki fullkomin, þá eru þær mjög árangursríkar og eru hluti af því að vera góður “póstborgari” á internetinu. En sumir póst kerfisstjórar sjá það ekki þannig og skrá ekki spf þó svo að án þess
- Geta spammers spoofa lénið þitt til að spama önnur net, sem skaða orðspor lénsins þíns….
- Hakker getur “spoofað” lénið þitt , sem gætu leitt til ransomware, malware og fjárhagslegt tap eða svik sem við höfum séð nú þegar á klakanum, þar sem póstar koma frá forstjóra og biðja fjármálastjóra að millifæra peninga á reikninga…..
- Aðrir tölvupóstþjónar á internetinu geta hafnað tölvupóstinum þínum vegna þess að þeir geta ekki ákvarðað lögmæti hans……
Þó það sé bara ein ástæða hér að ofan ætti það að vera nóg til að hvetja þig til aðgerða og innleiða SPF skrá, og allir þrár ástæðurnar saman eru alveg ógnvekjandi.
Það er 2019. Ef þú ert ekki að nota SPF skrárningar núna, ertu að gera þitt starf sem mail admin ?