Rafbílar spurt og svarað

Hversvegna hleður bílinn minn aðeins á X hraða á hraðhleðslustöðvum ( DC ) ???

Hér kemur margt inn í en staðreyndir eru þessar, batterí taka ekki við eins miklu rafmagni þegar þær eru kaldar( rafhlaða í kringum 15 gráður er flokkuð sem köld allt undir það er kalt þegar kemur að hleðslu ).

Batterí taka ekki hraðahleðslu þegar staðan á batteríinu er há .. s.s. t.d 75% eða hærra enda er ekki mælt með hraðhleðslu hærra en það, þar sem það er mjög tímafrekt og er hætt að flokkast sem hraðhleðsla( betra er að hleypa næsta bíl að ).

Hvaða stærð á batterí á ég að velja ?

Hvernig enduræsi ég Tesluna ?

Það eru tvær leiðir , soft og cold, soft reboot er hægt að gera í akstri ef þarf, þá heldurðu báðum tökkunum inni sem eru á stýrinu, þangað til að skrárinn verður svartur og bíður svo í 1-2 mín meðan hann ræsir sig aftur.

Ef þú vilt cold reboot , er það eins og að ofan nema bílinn verður að vera í PARK og þú stígur á bremsuna með leiðbeiningunum hér að ofan.

Er í lagi að hlaða í heimatengli ?

Einfalda svarið er já, ef fagmaður er búinn að staðfesta að viðkomandi tengill þoli það álag, ath ef þú ert í neyð getur hlaði og lækkað þá A töluna á skjánum til dæmis í 6-8A ( ath ekki gera þetta nema í neyð , og fylgstu þá með snúrunni og tenglinu, og ekki gera yfir nóttu )

Hér er smá video um þetta og aðra hluti tengdum hleðslu

Virka rafbílar í kulda og snjó ?

Já rafbílar virka vel í snjó og kulda, mítan sem þið hafið eflaust heyrt um að bílinn sé eins og síminn ykkar sem slökknar í kulda, er já míta, því þar er bara um eitt batterí að ræða, í rafbílum eru mörg hundruð slík saman tengd, og þess vegna á þetta ekki við.

Aftur á móti nota bílar meiri orku á veturnar bæði vegna meiri kulda ( því það þarf að hita innrarýmið, ásamt því að vegviðnám eykst og svo er oft meiri vindur, þetta á auðvita við um alla bíla. Rafbílar fara mjög vel með orkuna þannig það sést meira á batterí sem er alltaf að hita. Ef maður vill spara sér orku er gott til dæmis að nota sætishita og hafa þá miðstöðina á minni blástur og hitun.

Hér eru annars nokkru video yfir veturinn.

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.